Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Mannlíf

Sömu spurningum svarað með 17 ára millibili
Fimmtudagur 14. september 2017 kl. 16:00

Sömu spurningum svarað með 17 ára millibili

Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson birtist í tölublaði Víkurfrétta árið 2000 þegar hann svaraði spurningalista um lífið og tilveruna. Víkurfréttir höfðu samband við hann, nú sautján árum seinna, og lögðu fyrir hann sömu spurningarnar. Hvað hefur breyst hjá Pétri síðustu sautján árin?

Pétur árið 2000

Nafn: Pétur Rúðrik Guðmundsson.
Fæddur hvar og hvenær: Keflavík, 17. júlí 1972.
Stjörnumerki: Krabbi.
Atvinna: Trésmiður.
Laun: Góð.
Maki: Sandra D. Guðlaugsdóttir.
Börn: Engin.
Bifreið: Yaris og gamall jálkur.
Besti bíll: Skoda Rapid.
Versti bíll: Colt.
Uppáhalds matur: Allt sem að kjafti kemur (nema þorramatur).
Versti matur: Segir sig sjálft.
Besti drykkur: Ískalt Malt.
Skemmtilegast: Allt sem viðkemur íþróttum.
Leiðinlegast: Taka til, en það þarf ég að gera mjög sjaldan.
Gæludýr: Köttur (Gismo). Hann er alveg eins og Gremlins.
Skemmtilegast í vinnunni: Að hlusta á Steina og Jónsa rífast um hver sé mesti loserinn á spilaborðinu.
Leiðinlegast í vinnunni: Þegar það vantar Steina og Jónsa á spilaborðið.
Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Hreinskilni og heiðarleika.
En verst: Óheiðarleiki og smámunasemi.
Draumastaðurinn: Hvíta húsið, þar þarf maður ekki að taka til.
Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Ég get ekki gert upp á milli brjóstanna og rassins þannig ég segi bara augun.
Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Tori Wells.
Spólan í tækinu: Bikarleikurinn á milli Grindavíkur og KR.
Bókin á náttborðinu: Engin.
Uppáhalds blað/tímarit: Hustler Humour.
Besti stjórnmálamaðurinn: Pass.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Star Trek.
Íþróttafélag: U.M.F.G.
Uppáhalds skemmtistaður: Casino.
Þægilegustu fötin: Íþróttagallarnir mínir.
Framtíðaráform: Njóta lífsins.
Spakmæli: Það er ekki hve stór þú ert heldur hve stórt þú spilar.

Pétur árið 2017

Atvinna: Kirkjuvörður og meðhjálpari í Njarðvíkurprestakalli. Vinn einnig sem markþjálfi.
Laun: Ásættanleg.
Maki: Sandra Dögg Guðlaugsdóttir.
Börn: Alex Máni 13 ára og Regína Sól að verða 8 ára.
Bifreið: Skoda Octovia.
Besti bíll: Toyota Previa er besti bíllinn sem ég hef átt en Skoda Rapid er bíllinn sem gaf mér flestar minningar.
Versti bíll: Átti Colt í nokkra mánuði, hann er klárlega versti bíllinn sem ég hef átt.
Uppáhalds matur: Fiskibollur með brúnni sósu.
Versti matur: Þorramatur.
Besti drykkur: Vatn.
Skemmtilegast: Þegar þú upplifir vöxt hjá sjálfum þér eða öðrum í kringum þig.
Leiðinlegast: Mála og þrífa bílinn.
Gæludýr: Dverghamstur.
Skemmtilegast í vinnunni: Að þróa eitthvað nýtt.
Leiðinlegast í vinnunni: Hef ekki enn fundið neitt leiðinlegt í vinnunni.
Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Einlægni, heiðarleika, auðmýkt og áræðni.
En verst: Óheiðarleika og þegar fólk talar niður til annarra.
Draumastaðurinn: Þar sem fjölskyldan er.
Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Augun segja allt um hver þú ert.
Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Regína Guðmundsdóttir amma mín, sem er ný orðin 99 ára gömul, er fallegasta kona í heiminum fyrir utan eiginkonu mína. Fegurðin geislar af henni og það sjá allir sem umgangast hana.
Spólan í tækinu: Þessi spurning upplýsir vel aldurinn á manni. Ætli ég verði ekki að segja Lion King. Man að börnin mín horfðu á þetta í síðasta videotækinu okkar.
Bókin á náttborðinu: Lífsreglurnar fjórar og Samræður við Guð.
Uppáhalds blað/tímarit: Lifandi Vísindi.
Besti stjórnmálamaðurinn: Hef ekki fundið stjórnmálamann sem hefur áunnið sér þennan titill. Það virðist samt vera að þetta gæti breyst á næstu árum sem er góðs viti.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Handsmade wife.
Íþróttafélag: UMFG.
Uppáhalds skemmtistaður: Ég skemmti mér best með fjölskyldu minni og þegar ég er í pílu.
Þægilegustu fötin: Íþróttafatnaður.
Framtíðaráform: Hef alltaf ætlað mér að breyta heiminum og stefni áfram í þá átt. Ætla mér að njóta þeirrar vegferðar með góðu fólki og fjölskyldu minni. 
Spakmæli: Tilgangur lífsins er að finna lífinu tilgang.