Sölvi í bókasafninu í Mottumars viku
Þann 12.mars kl.18.00 verður Sölvi Tryggvason með fyrirlestur í bókasafni Reykjanesbæjar en hann er á dagskrá Mottumars.
Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina „Á Eigin Skinni“, sem er afrakstur áratugsvegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim, auk þess að gera endalaust af tilraunum á sjálfum sér þegar kemur að kælingu, föstum, næringu, hreyfingu, bætiefnum og fleiru og fleiru.
Á fyrirlestrinum verður farið yfir lykilatriði þegar kemur að næringu, hreyfingu, leiðir til að bæta svefn, heilastarfsemi og draga úr bólgum og ójafnvægi í líkamskerfinu.
Fleiri atriði verða í tilefni Mottumars, m.a. Skemmtihlaup frá Sundmiðstöð Keflavíkur á mottumarsdaginn 13. Mars kl. 17. Þá verður blá messa sunnudaginn 22. Mars kl. 11.