Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sólúrið var vígt í gær
Sunnudagur 30. maí 2004 kl. 14:45

Sólúrið var vígt í gær

Sólúrið við Myllubakkaskóla var tekið í notkun í gærdag að viðstöddu fjölmenni.

Úrið er gjöf fyrrverandi nemenda Myllubakkaskóla/Barnaskóla Keflavíkur fæddum 1950 í tilefni af 40 ára fermingarafmæli þeirra. „Sólúrið er minnisvarði og tákn um sameiginlegt ferðalag okkar í gegnum skólann á árunum 1957 til ’62 og tileinkað minningu Vilhjálms Ketilssonar, skólastjóra við Myllubakkaskóla og annarra félaga okkar úr árganginum sem kvatt hafa okkur“, sagði Tómas Jónsson sem hefur verið ásamt fleirum í forsvari árgangsins.

Sigrún Ólafsdóttir, eftirlifandi eiginkona Vilhjálms, og Ketill Vilhjálmsson, faðir hans, vígðu sólúrið formlega.

Sólúrið er sérstakt að því leyti að engin stöng eða staur er til að segja til um tímann heldur verður maðurinn að standa sjálfur uppi á skífunni og er það skuggi hans sjálfs sem lendir á skífunni og vísar á tíma dagsins.

Þessar hressu stelpur voru að prófa úrið í dag þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar þar að um hálf tvö.

VF-mynd/Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024