Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

Sólseturshátíðin fór vel fram
Sunnudagur 27. júní 2010 kl. 10:43

Sólseturshátíðin fór vel fram


Mannmargt var á Sólseturshátíðinni í Garði í gær. Fjarlægja þurfti tvo menn af svæðinu í nótt vegna drykkjuóláta en að öðru leyti fór hátíðin mjög vel fram að sögn lögreglu. Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna fór fram á hátíðarsvæðinu í gær. Hinir ýmsu skemmtikraftar stigu þar á svið og boðið var upp á leiktæki og hoppukastala fyrir börnin. Í gærkvöldi var svo kvöldvaka sem endaði með Fjörukliði Árna Johnsen ofan af svölum Flasarinnar og var þar sannkölluð úthátíðarstemmning á ferð við varðeld sem björgunarsveitin Ægir sá um að tendra.
Óhætt er að segja að veðurguðirnir hafi verið hliðhollir Garðbúum og gestum þeirra í gær því það rigndi á öllum Reykjanessaganum nema í Garði.

VFmyndir/elg.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona



Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25