Sólseturshátíðin: Fjölbreytt dagskrá í allan dag
 Garðbúar og gestir þeirra gera sér glaðan dag á árlegri bæjarhátíð sveitarfélagsins, Sólseturshátíðinni. Framundan er þétt dagskrá í allan dag sem hefst núna kl. 10 og stendur yfir langt fram á kvöld.
Garðbúar og gestir þeirra gera sér glaðan dag á árlegri bæjarhátíð sveitarfélagsins, Sólseturshátíðinni. Framundan er þétt dagskrá í allan dag sem hefst núna kl. 10 og stendur yfir langt fram á kvöld.
Dagskrá á sviði og hátíðarsvæði hefst strax eftir hádegi þegar Oddný Harðardóttir, bæjarstjóri setur hátíðina formlega. Síðan tekur við fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Einnig eru lista- og handverkssýningar opnar víðvegar um bæinn, hoppikastalar og leiktæki fyrir börnin verða á svæðinu, auk margs annars. 
Það er því nóg í boði á Sólseturhátíðinni en nánari dagskrá má sjá hér


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				