Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sólseturshátíðarhlaupið á morgun
Föstudagur 24. júní 2016 kl. 11:05

Sólseturshátíðarhlaupið á morgun

Þessa stundina stendur Sólseturshátíðin sem hæst í Garði. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og þar á meðal verður Sólseturshátíðarhlaupið sem fer fram í fyrramálið, laugardagsmorgunn, klukkan 10:00. Þetta verður í þriðja sinn sem hlaupið fer fram. Hægt verður að hlaupa 5 eða 10 kílómetra leiðir. Þátttaka kostar 1.000 krónur og hefst hlaupið við Íþróttamiðstöðina í Garði.

Veitt verða verðlaun í hlaupinu frá Adidas á Íslandi, SI verslun í Reykjanesbæ og frá Íþróttamiðstöðinni í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024