Sólseturshátíð í myndum
Það er óhætt að segja að ferskir vindar hafi blásið um sólseturshátíðina í Garði þegar hún náði hápunkti sl. laugardag. Sólin lét sjá sig en köld norðanáttin lét finna fyrir hvössum vindi sínum. Hátíðin stendur alla vikuna og fer stigmagnandi en nær svo hápunkti á laugardegi. Þá var boðið til skemmtunar á Garðskaga með dagskrá á sviði, bæði að degi og einnig um kvöldið. Meðfylgjandi ljósmyndir tók myndasmiður Víkurfrétta.