Sólseturshátíð í Garði nær hámarki í kvöld

Nú stendur yfir sólseturshátíð í Garði, sem er bæjarhátíð íbúa Sveitarfélagsins Garðs. Hátíðin hófst sl. mánudag og stendur fram á sunnudag. Hún nær hins vegar ákveðnu hámarki í kvöld með kvöldskemmtun við Gerðaskóla.
 
Kvöldskemmtun við Gerðaskóla
Kl.20:00 Hljómsveit Tónlistarskóla Garðs
Kl.20:20 Hljómsveitin Norðurljós
Kl.20:45 Magnús Þór Sigmundsson
Kl.21:10 Jói Pé og Króli
Kl.21:30 Herra Hnetusmjör
Kl.21:50 Salka Sól
Kl.22:10 Albatross
 
Kynnir kvöldsins er Herborg Hjálmarsdóttir

Félagsskapur Bryggjuskálda stofnaður
Í dag kl. 17:00 er stofnfundur Bryggjuskálda. Fundurinn verður haldinn á bókasafninu í Garði en Bryggjuskáld verða félagsskapur rithöfunda og skálda í Garðinum og Suðurnesjum. Þar verður upplestur og kynning á tímaritinu Kistugerði. Hrafn Andrés afhendir safninu eintak af listbókinni Draumar úr Garði, sem franska listakonan Danielle Loisel gerði á Ferskum vindum og gefin var út í París nýlega. Bókin, sem er myndskreytt af listakonunni, verður til sýnis í safninu. Bókin er þrítyngd, á íslensku, frönsku og ensku. Safnið fær eintak númer 1. Allir eru velkomnir. 

Nánar má lesa um dagskrá sólseturshátíðar í Garði hér!