Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Sólseturshátíð í Garði í þessari viku
  • Sólseturshátíð í Garði í þessari viku
Mánudagur 23. júní 2014 kl. 10:23

Sólseturshátíð í Garði í þessari viku

Sólseturshátíðin í Garði nær hámarki um komandi helgi en dagskrá mun standa yfir alla þessa viku. Dagskráin hefst á morgun, þriðjudag. Hátíðin nær hámarki nk. laugardag.

Dagskráin hefst formlega á morgun, þriðjudag, með knattspyrnumóti fyrir þau yngstu. Síðan rekur hver viðburðurinn annan út vikuna eins og fróðleiksganga á miðvikudag með Ásgeiri Hjálmarssyni, Nesfisksgrill á fimmtudag, Götu- hverfagrilli, knattspyrnuleikur og strandblakmót á föstudag.

Á laugardag verður svo stærsti dagur hátíðarinnar þegar Garðskaginn verður settur í hátíðarbúning og fjöldi þjóðþekktra listamanna mætir og treður upp fyrir íbúa í Garði og aðra gesti.

Hér er dagskrá hátíðarinnar.


Gjald verður rukkað í fyrsta skipti fyrir tjald- og húsbílaaðstöðu. Gjaldið 2500kr. fyrir helgina og er rafmagn innifalið í því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024