Sólseturshátíð í Garði hefst í kvöld
Sólseturshátíðin verður haldin í Garði um helgina og hefst í kvöld með glæsilegum tónleikum í Samkomuhúsinu.
Þar stíga á stokk hljómsveitirnar Hjaltalín og Songbird, en tónleikarnir hefjast kl. 21.
Formleg hátíðardagskrá hefst svo á hátíðarsvæðinu á Garðskaga á morgun og verður fjölmargt í boði fyrir fólk á öllum aldri.
Greinilegt er að mikil stemmning er fyrir Sólseturshátíðinni þetta afmælisár sveitarfélagsins því að nú þegar eru tugir hjólhýsa, húsbíla og tjaldhýsa komin á tjaldstæðið og væri ekki verra ef veðrið héldi sér yfir morgundaginn.
Dagskrá hátíðarinnar má finna inni á heimasíðu Garðs. www.svgardur.is
VF-mynd/Þorgils – Húsbílar, hjólhýsi og tjaldhýsi eru þegar farin að skjóta sér upp á Garðskaga.