Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sólseturhátíð á Garðskaga um aðra helgi
Þriðjudagur 2. ágúst 2005 kl. 13:06

Sólseturhátíð á Garðskaga um aðra helgi

Sólseturshátíð verður haldin í Garðinum helgina 13. til 14. ágúst næstkomandi. Skipulögð dagskrá verður á laugardeginum. Má þar nefna stuttar göngu- og
fræðsluferðir, fjöruferð fyrir börnin, leikir og knattþrautir.

Trúbadorar verða á staðnum, harmonikkuleikarar, söngvarakeppni, varðeldur og hljómsveit. Þá verða leiktæki verða á staðnum.

Dúkkusýning verður í vitavarðarhúsinu. Flugmódelsmenn sýna vélar sínar. Sölubásar verða á staðnum auk þess sem kaffiterían Flösin verður opin  með sínar góðu veitingar. Byggðasafnið og vitarnir verða opnir.

Aðgangur er ókeypis og rétt er að minna á ágætis tjaldsvæði. Nánar verður þetta auglýst í næstu viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024