Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sólklipping
Fimmtudagur 22. júlí 2004 kl. 12:33

Sólklipping

Stelpurnar hjá Hársnyrtistofu Harðar tóku á það ráð í dag að snyrta hár viðskiptavina sinna utandyra. Veðurguðirnir hafa leikið við Suðurnesjamenn síðustu daga og því tilvalið að panta sér eina „sólklippingu.“   

Þær Þóranna og Halla Harðar voru kampakátar í blíðviðrinu og munu klippa úti í allan dag, eftir því sem veður leyfir. Stöllurnar eru ekki alls ókunnar útiklippingum en þær gerðu þetta fyrst fyrir einum þremur árum.

VF-mynd/Jón Björn Ólafsson, þeim Helenu og Sossu leið vel í útiklippingunni sinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024