Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sólin lætur sjá sig
Sunnudagur 14. mars 2004 kl. 13:24

Sólin lætur sjá sig

Það sést til sólar í dag – og fólk var farið að bíða eftir henni blessaðri. Síðustu daga hefur verið rok og rigning um suðvestanvert landið. Þjóðin hefur fylgst með björgunaraðgerðum úr Skarðsfjöru þar sem reynt er til þrautar að bjarga Baldvin Þorsteinssyni, einu stærsta og glæsilegasta fiskiskipi flotans. Og veðrið hefur svo sannarlega sett strik í reikninginn. Svipað veður hefur verið á Suðurnesjum og í Skarðsfjörunni – en sem betur fer eru betri veðurtímar framundan - fyrir Suðurnesjamenn og björgunarmennina í Skarðsfjöru.
Fuglarnir að Fitjum hafa staðið af sér veðrið síðustu daga og létu sig reka á pollinum þegar rokið var sem mest. Þeir eru án efa fegnir mannaferðum og um hádegisbil í dag mátti sjá pabba með börnin sín á ferð um Fitjarnar. Annars spáir veðurstofan ágætisveðri fram í næstu viku. Auk þess sagði gamalreyndur sjómaður úr Sandgerði í samtali við Víkurfréttir í gær að það yrði ágætisveður fram á fimmtudag í næstu viku. Og þeir vita sitthvað um veðrið.

Myndin: Pabbinn og dóttirin tala við fuglana að Fitjum.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024