Sólin lætur sjá sig

Fuglarnir að Fitjum hafa staðið af sér veðrið síðustu daga og létu sig reka á pollinum þegar rokið var sem mest. Þeir eru án efa fegnir mannaferðum og um hádegisbil í dag mátti sjá pabba með börnin sín á ferð um Fitjarnar. Annars spáir veðurstofan ágætisveðri fram í næstu viku. Auk þess sagði gamalreyndur sjómaður úr Sandgerði í samtali við Víkurfréttir í gær að það yrði ágætisveður fram á fimmtudag í næstu viku. Og þeir vita sitthvað um veðrið.
Myndin: Pabbinn og dóttirin tala við fuglana að Fitjum.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.