Sólborg til liðs við Áttuna
Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrrum blaðamaður Víkurfrétta er gengin til liðs við samfélagsmiðlaveldið Áttuna. Sólborg segir í samtali við Víkurfréttir að hún hafi sótt um hjá Áttunni þegar auglýst var eftir fólki í apríl en gríðarlegur áhugi var á starfinu og rúmlega tvöhundruð manns sóttu um. „Ég var boðuð í nokkur viðtöl og var að lokum ráðin ásamt tveimur snillingum í nýjan hóp Áttan SM, sem er samfélagsmiðlahópur Áttunnar.“ Nýju meðlimir hópsins eru þau Sólborg, Hildur Sif Guðmundsdóttir og Þórir Geir Guðmundsson.
,,Það er virkilega gott að fá að vinna við það sem maður elskar. Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi tímum og hlakka til að halda áfram að vinna með þessum mögnuðu krökkum sem láta ekkert stoppa sig.”
Hópurinn hefur sent frá sér lag, tónlistarmyndband og stuttmynd en síðastliðinn mánuður hefur farið í þá vinnu. Lagið heitir „Einn séns“ og má finna það á Youtube og Spotify.
Hér að neðan má sjá tónlistarmyndbandið við lagið „Einn séns“