Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sólborg syngur með White Signal
VF-mynd EJS
Miðvikudagur 30. janúar 2013 kl. 09:04

Sólborg syngur með White Signal

Hljómsveitin White Signal hefur vakið nokkra athygli að undanförnu. Hljómsveitin er skipuð ungu og efnilegu tónlistarfólki. Síðustu tvö ár hefur White Signal sigrað í jólalagakeppni Rásar tvö og sveitin var m.a. valin hljómsveit fólksins á síðustu Músíktilraunum.

Keflavíkurmærin Sólborg Guðbrandsdóttir gekk nýlega til liðs við hljómsveitina. Sólborg hefur getið sér gott orð sem söngkona hér á Suðurnesjum og tekið þátt í ýmsum söngkeppnum og söngleikjum. Hljómsveitin tók lagið í Hörpu síðasta laugardag þegar Söngvakeppni RÚV fór fram. Hér að neðan (á 72. mínútu) má sjá flutning White Signal á Eurovision-slagara Selmu Björnsdóttur, All out of luck.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hlusta á lag hér.