Sólborg stóð sig vel í Söngvakeppninni

- Komst ekki áfram

Sólborg Guðbrandsdóttir tók þátt í undankeppni Söngvakeppninnar í gærkvöldi á RÚV þar sem hún söng lagið „Ég og þú“ ásamt Tómasi Helga Wehmeier og stóðu þau sig með prýði.
Lagið þeirra komst hins vegar ekki upp úr fyrri riðlinum en það er aldrei að vita nema að svokallaður „Svarti Pétur“ fleyti þeim áfram í Laugardalshöllina.

Pabbi Sólborgar, Guðbrandur Einarsson setti mynd af Sólborgu, Sigríði systur hennar sem söng bakraddir í laginu á samt Davíð, eldri bróður þeirra sem samdi íslenskan texta við lagið og sagði þetta; „Takk fyrir frábæran stuðning kæru vinir. Pabbinn yfir sig stoltur af sínu fólki. Að eiga þrjá þátttakendur í svona ævintýri er auðvitað bara engu líkt. Ást og friður.“ Greinilega stoltur af sínu fólki eftir flotta frammistöðu í Háskólabíói.

Sólborg setti inn mynd af sér og Tómasi á Facebook síðuna sína þar sem hún sagði einfaldlega „Ég elska ykkur, takk.“