Sólborg stígur á svið í kvöld
- kosninganúmerið er 900-9902
Sólborg Guðbrandsdóttir kemur fram í undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld ásamt Tómasi Helga Wehmeier en þau flytja saman lagið „Ég og þú“.
Sólborg og Tómas semja lagið ásamt Wales-búanum Rob Price en bróðir Sólborgar, Davíð Guðbrandsson semur íslenskan texta við lagið.
Sólborg og Tómas eru önnur á svið í kvöld en keppnin fer fram í Háskólabíói og er hún í beinni útsendingu á RÚV, útsending hefst kl. 19:45.
Til að kjósa Sólborgu og Tómas er hægt að hringja og senda SMS í síma 900-9902.