Sólarlag í Garði
Sólsetrið á Garðskaga dregur jafnan að marga ljósmyndara og aðra unnendur fallegs sólarlags. Undanfarin kvöld hefur verið sérstaklega fallegt veður á Garðskaga og fallegt að sjá sólina setjast við Snæfellsjökul.
Meðfylgjandi myndasyrpu tók Hilmar Bragi í Garðinum í gærkvöldi.