Sól og frost í dag

Sólin mun skína á Suðurnesjum í dag, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Spáð er fremur hægri norðaustlægri átt, björtu með köflum og kólnandi veðri. Frost verður 1 til 5 stig þegar líður á daginn. Á morgun og á föstudag verður skýjað, hægur vindur og frost þrjú til sjö stig. Samkvæmt spánni fer svo að rigna um helgina.

Kort af vef Veðurstofu Íslands.