Sól í Sandgerði um helgina
Sandgerðisdagar voru haldnir hátíðlega í gær. Boðið var upp á margvíslegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna frá morgni til kvöld. Bæjarbúar létu sitt ekki eftir liggja og mættu vel á alla viðburðina sem í boði voru. Listasýningar, tónleikar, brekkusöngur var m.a. á dagskránni. Skemmtikraftarnir Örn Árnason og Árni Tryggvason kitluðu hláturtaugarnar svo að hlátrasköllin heyrðust úti á götu og stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson snart svo sannrlega strengi í hjörtum viðstaddra þegar hann hóf upp raust sína í safnaðarheimilinu.