Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sól, blíða og hvítvínstár
Fimmtudagur 1. ágúst 2013 kl. 10:48

Sól, blíða og hvítvínstár

Verslunarmannahelgin hjá Hönnu Maríu Kristjánsdóttur

Víkurfréttir spurðu Suðurnesjamenn út í áform þeirra um verslunarmannahelgina en fólk er ýmist á leið á útihátíðir með vinunum, í sumarbústað með fjölskyldunni eða slaka á heima við og njóta kyrrðarinnar.

Hanna María Kristjánsdóttir er forstöðumaður þekkingarseturs Suðurnesja en hún hefur tekið helginni rólega undanfarin ár með fjölskyldunni en áður þótti henni skemmtilegast að fara á útihátíðir með vinkonunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara? Ég ætla að fara með manninum mínum og dóttur upp í sumarbústað til foreldra minna um verslunarmannahelgina. Bústaðurinn er í Hraunborgum í Grímsnesinu og stórfjölskyldan safnast alltaf saman þar þessa helgi.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér? Èg hef ekki verið neitt sérstaklega dugleg við að sækja útihátíðir í gegnum árin og þess vegna eru þær verslunarmannahelgar sem ég hef gert það eftirminnilegastar. Vinkonuferðir á Halló Akureyri og á Þjóðhátíð standa upp úr en líka svakalega skemmtileg Londonferð sem við Vala vinkona mín ákváðum að fara frekar í en til Eyja þegar við vorum 18 ára.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Í dag er það afslöppun, góður matur og kannski hvítvínstár sem einkenna góða verslunarmannahelgi. Ég hefði sagt eitthvað allt annað fyrir svona áratug síðan! Fjölskylda og vinir finnst mér vera ómissandi hluti af helginni ásamt góðum mat. Sól og blíða fullkomna hana svo.