Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sögutengd menningarganga um Garðinn
Þriðjudagur 23. júní 2009 kl. 12:48

Sögutengd menningarganga um Garðinn

Garður – mannlíf, minjar og menning

Ganga og fræðsla um Garð, eins til tveggja tíma ferð, verður farin laugardaginn 27. júní. Gangan hefst við Íþróttahúsið kl. 11:00. Gangan er í boði Sveitarfélagsins Garðs og er liður í dagskrá Sólseturshátíðar, sjá www.sv-gardur.is

Saga  fornmannagrafar verður rifjuð upp, síkin skoðuð, útgerð, sjósókn og þróun byggðar lýst. Gengið með ströndinni að Útskálakirkju. Á leiðinni verða skoðaðar varir og lýst útræði fyrri tíma. Við Útskála verður saga kirkjunnar sögð í megindráttum. Þá verður gengið að Skagagarðinum sem er enn greinilegur (hann er talinn vera allt að 1000 ára).

Gangan er greiðfær en að smá hluta í grasi. Sigrún Jónsd. Franklín, menningarmiðlari mun leiða gönguna og sjá um fræðslu.



Mynd af fornmannagröf í Garðinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024