Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 31. ágúst 2007 kl. 10:09

Sögugangan “Götur með hlutverk”

Byggðasafn Reykjanesbæjar býður íbúum Reykjanesbæjar og gestum Ljósanætur í Sögugöngu laugardaginn 1. september undir heitinu, Götur með hlutverk.
Lagt verður af stað frá Keflavíkurkirkju kl 11:00 gengið í gegnum gamla bæinn og endað í Byggðasafninu á Vatnsnesi þar sem brúðusýning Helgu Ingólfsdóttur stendur yfir. Á Vatnsnesi verður gestum boðið upp á kaffi.
Gangan tekur 1 klst, í göngunni verður m.a stoppað við brunninn að Brunnstíg, þar fer fram afhjúpun af endurgerð brunnsins. Í göngunni verður velt upp tilgátum og staðreyndum á götunöfnum og úr hinu daglegu lífi í Keflavík um aldarmótin 1900.
Leiðsögumaður: Rannveig L. Garðarsdóttir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024