Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sögugangan, Konur um konur í Keflavík
Miðvikudagur 2. september 2015 kl. 07:00

Sögugangan, Konur um konur í Keflavík

Byggðasafn Reykjanesbæjar í samstarfi við Rannveigu Garðarsdóttur leiðsögumann og Leikfélag Keflavíkur bjóða upp á sögugönguna Konur um konur í Keflavík laugardaginn 5. sept. kl. 10:30 –12:00.

Gengið verður frá Duushúsum  um gamla bæinn í Keflavík og stoppað á fjórum stöðum, þar sem konur segja frá konum sem lituðu mannlífið og umhverfi sitt í Keflavík á sinni samtíð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eydís Eyjólfsdóttir segir frá ömmu sinni Elínrósu Benediktsdóttur ljósmóður sem stundaði ljósmóðurstörf í Keflavík um 40 ára skeið. Hún tók m.a. á móti fyrsta barninu á Sjúkrahúsi Keflavíkur. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu árið 1974.

Björk Guðjónsdóttir segir frá ævi og störfum systur sinnar Auðar Guðjónsdóttur hjúkrunarfræðings og stjórnarformanni Mænuskaðastofnunar Íslands. Auður er innfæddur Keflvíkingur og er þekkt langt út fyrir Íslandsstrendur fyrir ötula baráttu sína um framfarir í málum mænuskaðaðra.

Fríða Rögnvaldsdóttir segir frá móður sinni Júlíönu Jónsdóttur, hvunndagshetju, sem var ein af mörgum á fyrri hluta 20. aldar, sem ung þurfti að sjá fyrir sér og systkinum sínum. Júlíana var nútímakona í sínum samtíma og vann úti, hún vann langan starfsaldur í Bókabúð Keflavíkur og kynntist þar m.a. Kristni Reyr o.fl. listamönnum samtímans.

Anna Margrét Guðmundsdóttir segir frá ömmu sinni Önnu Pétursdóttur og móður sinni Sigurrósu Sæmundsdóttur sem báðar gegndu stöðu formanns Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur á seinni hluta síðustu aldar.

Rannveig Garðarsdóttir leiðsögumaður leiðir gönguna.