Söguganga um Ásbrú á morgun í Jarðvangsviku
Á morgun, laugardaginn 7. júní kl. 10, verður létt morgunganga um gamla varnarliðssvæðið að Ásbrú í boði Kadeco sem hluti af Jarðvangsviku á Reykjanesi.
Sagt verður frá lífinu á „vellinum“ þegar svæðið var í umsjón Bandaríkjahers. Gengið verður frá Eldey, frumkvöðlasetri og endað í Íbúð kanans. Leiðsögumaður er Eysteinn Eyjólfsson.