Söguganga og vöfflukaffi í Garðinum
Laugardaginn 30. september næstkomandi verður boðið upp á sögugöngu á vegum Hollvinafélags Unu Guðmundsdóttur. Leiðsögumaður í göngunni er Hörður Gíslason.
Gangan hefst við Útskálakirkju klukkan 14:00. Þar verður sagt frá starfseminni í Sjólyst, gengið um kirkjugarðinn, komið við hjá leiði Unu Guðmundsdóttur og hennar minnst. Gengið verður meðfram ströndinni að Sjólyst og þar verður boðið upp á kaffi og vöfflur. Þeir sem ekki fara í gönguna geta ekið að Sjólyst.
Verið hjartanlega velkomin.
Stjórn Hollvinafélags
Unu Guðmundsdóttur.