Sögu- og minjafélag Grindavíkur stofnað
Sögu - og minjafélag Grindavíkur var stofnað fyrir nokkrum dögum. Tilgangur félagsins er að stuðla í samvinnu við aðra að varðveislu menningarminja í Grindavík. Einnig að vekja áhuga fólks á sögu og fornri menningu sveitarfélagsins og minjum um horfna tíma. Til menningarminja teljast munir, fornleifar, gamlar byggingar og menningarlandslag og aðrar minjar um búsetu manna.
Formaður félagsins var kosinn Hallur Gunnarsson. Í samvinnu við Grindavíkurbæ var ákveðið að gera upp gamla Victoria saumavél sem fékkst gefins fyrir mörgum árum og hefur staðið undir skemmdum, fyrst í Gestshúsi og svo í áhaldahúsi Grindavíkurbæjar. Það var þúsundþjalasmiðurinn Sigurður Knútsson sem tók verkið að sér. Vélin verður til sýnis í Kvikunni í dag, á fjörugum föstudegi, og um helgina.