Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sögðu sögur úr Sandgerði á sagnastund
Þétt skipaður salur á sagnastund á Garðskaga um síðustu helgi. VF/Hilmar Bragi
Sunnudagur 1. október 2023 kl. 06:05

Sögðu sögur úr Sandgerði á sagnastund

Það var hvert sæti skipað og þétt skipaður bekkurinn á sagnastund á Garðskaga síðasta laugardag. Þá mættu þrír kunnir Sandgerðingar á Garðskaga með sögur úr bernsku og frá uppvexti sínum í Sandgerði upp úr miðri síðustu öld.

Sögumennirnir þrír voru þeir Einar Valgeir Arason, Guðmundur Jóelsson og Júlíus Jónsson. Sagðar voru sögur af prakkarastrikum og samtíðarfólki. Lýst var samstöðu íbúanna þegar kom að húsbyggingum, þar sem ungir menn voru að aðstoða foreldra sína við byggingu húsa heyrandi hróp og köll frá knattspyrnuvellinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Einar Valgeir Arason.
Guðmundur Jóelsson.
Júlíus Jónsson.

Sagnastundin á Garðskaga um nýliðna helgi er sú fyrsta á þessu hausti. Síðasta vetur voru haldnar fimm sagnastundir og í vetur er gert ráð fyrir að stundirnar verði sex eða sjö talsins. Þær verða haldnar á laugardegi um miðjan mánuð. Umræðuefnið tengist yfirleitt Suðurnesjum.

Það eru tveir æskufélagar úr Garðinum sem standa fyrir viðburðinum. Það eru þeir Bárður Bragason og Hörður Gíslason. Veitingahúsið Röstin á efri hæð byggðasafnsins á Garðskaga leggur til fundaraðstöðuna og byggðasafnið hefur verið opið gestum.

Dagskrá næstu sagnastunda er í mótun en á næstu stund verður rætt um flugslys á Reykjanesskaganum á stríðsárunum.

Sagnastundir á Garðskaga hafa ávallt notið mikilla vinsælda og verið húsfyllir í öll skiptin.