Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Söfnunin gengur vel
Fimmtudagur 19. ágúst 2010 kl. 08:32

Söfnunin gengur vel

Lionsfélagarnir Haraldur Hreggviðsson og nafni hans Helgason komu til Sauðárkróks í gær en þeir safna fé á ferð sinni um landið til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Í dag liggur svo leiðin í Hrútafjörð. Söfnunin „Hjólað til heilla“ er á vegum Lionsklúbbs Njarðvíkur og hefur gengið vel. Hún tók nokkurn kipp á þriðjudaginn þegar fjallað var um verkefnið í sjónvarpinu.  Lionsfélagar hafa hvarvetna tekið vel á móti þeim félögum og var engin undantekning á því í gær þegar þeir renndu í hlað á Sauðárkróki.
Ferðalagið er því langt komið og verða Hallarnir komnir í bæinn á laugardaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

---

Efri mynd: Haraldur Hreggviðsson tekur netta pósu í Varmahlíð fyrir myndavélina.

Neðri mynd: Á lið inn Skagafjörðinn.