Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Söfnun fyrir Norðurljósaturnum gengur vel
  • Söfnun fyrir Norðurljósaturnum gengur vel
    Listamaðurinn Guðmundur Rúnar ætlar að reisa Norðurljósaturna í Reykjanesbæ. [email protected]
Miðvikudagur 5. febrúar 2014 kl. 12:07

Söfnun fyrir Norðurljósaturnum gengur vel

Þeir sem styrkja fá nafn sitt grafið í eina af súlunum á verkinu

Listamaðurinn Guðmundur Rúnar Lúðvíksson er með hugmyndir um átta metra háa Norðurljósaturna sem hann hyggst reisa í Reykjanesbæ. Guðmundur hefur falast eftir landi undir verkið en ætlar sjálfur að standa straum af kostnaði við verkið sjálft.

Áhugasamir geta styrkt og hjálpað til við að gera Norðurljósaturnana að veruleika. Hver sá sem styrkir verkefnið um a.m.k. 1.140.-kr. fær nafn sitt grafið í eina af súlunum á verkinu. Nú þegar hafa safnast hátt á 800 þúsund krónur en áætlaður kostnaður eru fjórar milljónir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á heimasíðu verkefnisins segir að með lítilli upphæð frá hverjum og einum ætti að vera möguleiki á að Norðurljósaturnarnir rísi hér á landi. Fyrir utan að verkefnið sjálft skapar vinnu, þá um leið á það eftir að draga til sín fjöldan af ferðamönnum til þess að skoða himininn, norðurljósin í skjóli myrkurs.