Söfnuðu rúmlega 5000 kr. í tombólu
Fórir ungir krakkar í Reykjanesbæ, þau Berglind Agnarsdóttir, Grétar Ágúst Agnarsson, Valgerður Magnúsdóttir og Kristjana Dögg Jónsdóttir, söfnuðu samtals 5043 kr. í tombólu sem þau héldu fyrir utan verslunina Samkaup á dögunum. Upphæðina færðu þau Rauða krossi Íslands að gjöf og hlutu þau viðurkenningarskjal að launum.Krakkanir mættu á Víkurfréttir í gær þar sem þessi mynd var tekin af þeim með viðurkenningarskjölin frá Rauða krossinum.