Fimmtudagur 28. ágúst 2014 kl. 16:51
Söfnuðu pening með tombólu
Þessir hressu krakkar söfnuðu peningum fyrir Rauða krossinn með því að halda tombólu. Bergþóra Ólafsdóttir, Kristbjörg Katla Ólafsdóttir og Jón Arnar Birgisson söfnuðu 5.691 kr. með því að selja dót og servíettur fyrir utan verslun í Reykjanesbæ á dögunum.