Fimmtudagur 5. febrúar 2009 kl. 10:38
Söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Þær Dagbjört Harpa Guðbergsdóttir og Birta Björk Sigurðardóttir ákváðu nýlega að láta gott af sér leiða og efndu til hlutaveltu. Óhætt er að segja að hún hafi gengið vel því þegar yfir lauk höfðu þær stöllur haft átta þúsund krónur upp úr krafsinu og rann upphæðin óskert til Rauða krossins.