Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Söfn og sjávarfang um helgina
Laugardagur 14. mars 2009 kl. 08:18

Söfn og sjávarfang um helgina


Söfn á Suðurnesjum hafa tekið höndum saman um að bjóða upp á sameiginlega dagskrá nú um þessa helgi, 14. – 15. mars.  Söfn, setur og sýningar á svæðinu eru mörg og fjölbreytt og því verður margt á döfinni. Sameiginlegt þema helgarinnar er Söfn og sjávarfang á Suðurnesjum og til þess að auka fjölbreytni í dagskránni bjóða mörg veitingahús á svæðinu upp á matseðil með sjávarfangi. Auk þess eru ýmis gallerí opin þar sem handverk og listmunir eru til sýnis.

Fulltrúar allra sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum hafa unnið sameiginlega að undirbúningi dagskrárinnar og er verkefnið stutt af Menningarráði Suðurnesja, Sparisjóði Keflavíkur og Ferðamálasamtökum Suðurnesja auk framlags sveitarfélaganna sjálfra.

Dagskrá safnahelgarinnar má sjá nánar í tengli hér neðst.  Í henni kennir ýmissa grasa. Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar og margs konar uppákomur. Humarsúpa, saltfiskbollur og annað góðgæti verður í boði auk þess sem haldin verður uppskriftarkeppni á saltfiskréttum. Bryggjuball, rokk og ról og harmonikkutónlist. Skessan í hellinum, Heimskautin heilla og Sköpun alheimsins svo fátt eitt sé nefnt. Í boði er sem sagt mjög fjölbreytt menningardagskrá ásamt freistandi tilboðum um veitingar og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

Dagskrá safnahelgar á Suðurnesjum.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Frá Fræðasetrinu í Sandgerði þar sem finna má fjölbreyttar lífverur í sjóbúrum.