Soffía listamaður mánaðarins
Ný mynd mánaðarins hefur verið sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ. Eins og áður hefur komið fram er hér á ferðinni kynning á vegum menningarsviðs bæjarins á myndlistarmönnum í Reykjanesbæ.Listamaður nóvembermánaðar er Soffía Þorkelsdóttir. Soffía er fædd 4. apríl 1915 að Álftá í Mýrarsýslu en flutti til Keflavíkur árið 1943 og hefur búið þar allar götur síðan. Soffía hefur sótt myndlistarnámskeið á vegum Baðstofunnar frá árinu 1974 og helsti leiðbeinandi hennar hefur verið Eiríkur Smith listmálari. Soffía hefur haldið nokkrar einkasýningar, síðast í Gallerí Hringlist árið 2000, og einnig tekið þátt í mörgum samsýningum, síðast á Ljósanótt í september s.l. ásamt gömlum nemendum Eiríks Smith. Að lokum má geta þess að Soffía hefur rekið hannyrðaverslun í Reykjanesbæ í 50 ár.
Menningarfulltrúi
Menningarfulltrúi