Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sófasettið gengið út
Miðvikudagur 20. desember 2006 kl. 16:47

Sófasettið gengið út

Einn af stóru vinningunum í Jólalukku Víkurfrétta er genginn út. Sófasettið frá Bústoð, 3+1+1, kom á miða frá Kaskó en það var Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir sem fékk miðann. Dóttir hennar Kristjana Vigdís Ingvarsdóttir varð þess heiðurs aðnjótandi að skafa af miðanum og brá henni heldur betur í brún þegar hún sá að í vinning var heilt sófasett.

„Það er stutt síðan við keyptum einmitt sófasett hér í Bústoð en ég er ekki alveg viss þessa stundina hvað við gerum við nýja sófasettið,“ sagði Aðalheiður í samtali við Víkurfréttir.

VF-mynd/ [email protected]Frá vinstri: Reynir Róbertsson, verslunarstjóri Bústoð, Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir, Kristjana Vigdís Ingvarsdóttir og Arnþór Ingi Ingvarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024