Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Snyrtigallerý opnar að Hringbraut
Fimmtudagur 10. apríl 2008 kl. 15:58

Snyrtigallerý opnar að Hringbraut



Ný snyrtistofa, Snyrtigallerý, hefur opnað í Reykjanesbæ og er til húsa að Hringbraut 96 þar sem Samhæfni var áður.

Þær Katrín Halldórsdóttir, Íris Sigurðardóttir og Marta Guðmundsdóttir ráða þar ríkjum og bjóða upp á alhliða snyrtiþjónustu, andlitsböð, förðun, hand- og fótsnyrtingu, neglur auk þess sem brúnkusprey verður einnig í boði innan tíðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þær vinkonur hafa starfað á snyrtistofum bæði í Reykjanesbæ og í Hafnarfirði og vilja þær bjóða alla gamla og nýja viðskiptavini velkomna.


Mynd: Stöllurnar í nýrri og glæsilegri aðstöðu að Hafnargötu 96. VF-mynd/Þorgils


Ath: Í umfjölluninni í Víkurfréttum í dag var farið rangt með nafn Katrínar og er beðist afsökunar á þeim mistökum.