Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Snúru-tónleikar í Sandgerði í dag
Fimmtudagur 27. júlí 2017 kl. 10:47

Snúru-tónleikar í Sandgerði í dag

Snúran 2107 verður haldin í blíðunni í Sandgerði í dag. Tónar hefjast kl. 18 en tónleikarnir eru á tjaldstæðinu í Sandgerði. Það eru Hobbitarnir og I-Stay sem standa að viðburðinum með stuðningi frá Sandgerðisbæ.
 
„Eftir laaaanga bið ætla veðurguðirnir að senda okkur sýnishorn af sumri og við stökkvum að sjálfsögðu á gæsina og bjóðum á Snúruna. Boðið verður uppá pylsur á meðan birgðir endast en að sjálfsögðu er upplagt að taka með sér nesti og teppi og njóta góða veðursins í góðra vina hópi,“ segja tónleikahaldarar.

Þetta er þriðja árið sem Snúran er haldin á tjaldstæðinu í Sandgerði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024