Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Snjókarlagerð í Grindavík
Mánudagur 10. desember 2018 kl. 06:08

Snjókarlagerð í Grindavík

Það er eins gott að nota tækifærið þegar snjórinn kemur loksins og gera eitthvað skemmtilegt því daginn eftir er hann kannski bara farinn.
 
Halldóra núvitundarkennari við Grunnskóla Grindavíkur er alveg með puttana á púlsinum þegar kemur að því að finna skemmtilegar núvitundaræfingar fyrir börnin. 
 
Fyrir helgi, þegar snjórinn var hreinn og fínn, fóru krakkarnir í 2. bekk út og bjuggu til snjókarla af öllum stærðum og gerðum.   
 
Hvað er betra til að róa hugann en velta snjóboltum og dunda sér við snjókarlagerðina.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024