Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 11. febrúar 2003 kl. 10:55

Snjókarl í vanda!

Það er ekkert sældarlíf að vera snjókarl þessa dagana. Byggingarefni snjókarla kemur og fer. Þannig var Veðurstofan með fögur fyrirheit um snjókomu með hvassviðrinu í nótt. Hins vegar er jörðin jafn snjólaus í dag og í gær. Um helgina var hins vegar smá föl yfir Suðurnesjum og þá spratt upp myndarlegur snjókarl við Brunnstíg í Keflavík. Hann hefur hins vegar þurft að láta undan veðurhamnum í nótt og orðinn hálf tuskulegur greyið eftir atganginn.Meðfylgjandi mynd var tekin af snjókarlinum þar sem hann skoðaði sig um milli húsanna í gamla bænum. Húsið í baksýn er meðal annars sögusvið glæpamáls í fjölskyldumyndinni Didda og dauði kötturinn sem sýnd er í kvikmyndahúsum um þessar mundir og tekin var upp í Keflavík á síðasta sumri.

VF-mynd: Hilmar Bragi

PRUFUMYNDIR
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024