Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Snjókarl á götuhorni í Sandgerði um hásumar!
Fimmtudagur 21. júlí 2005 kl. 13:57

Snjókarl á götuhorni í Sandgerði um hásumar!

Það ráku margir upp stór augu í Sandgerði í morgun þegar skyndilega birtist þar um tveggja metra hár snjókarl á götuhorni. Snjókarlinn hefur verið geymdur í frysti hjá Skinnfiski í um tvö ár en fékk það hlutskipti í dag að verða hitanum að bráð.

Bárður Bragason hjá Skinnfiski sagði í samtali við Víkurfréttir að það hafi átt að vera hlutskipti snjókarlsins að vera unga fólkinu til skemmtunar á Sandgerðisdögum í fyrra. Þá hafi hins vegar rignt svo mikið að ekki varð að því að karlinn yrði tekinn úr frosti. Karlinn hafi síðan gleymst í frystiklefanum og í morgun hafi vantað pláss fyrir afurðir í frystinum og því hafi karlinn góði verði tekinn út og honum stillt upp á næsta götuhorni, vegfarendum til undrunar og vonandi ánægju þennan fallega dag, 21. júlí.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

- Þetta er sannarlega skúbb dagsins og öðrum fjölmiðlum hér með komið í opna skjöldu :)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024