Snjóísskápur fyrir guðaveigarnar
Hér vantar sko ekki sjálfbjargarviðleitnina hjá fólki. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, segir máltækið, en það á svo sannarlega við í þessu tilviki þar sem einhverjir sniðugir ákváðu að nýta sér náttúruna til að kæla guðaveigarnar fyrir helgina.
Það þarf ekki endilega að bölva og kvarta undan blessuðum snjónum, heldur gera bara það besta úr aðstæðunum.