Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sníkjuvespa fannst í Reykjanesbæ
Mánudagur 12. júní 2006 kl. 12:00

Sníkjuvespa fannst í Reykjanesbæ

Ungur drengur í Reykjanesbæ kom með þessa ófrýnilegu skepnu upp á skrifstofu Víkurfrétta fyrir nokkru, en um er að ræða sníkjuvespu sem berst til landsins með timbri.

Broddur þeirra er notaður til að verpa eggjum inn í önnur smádýr og lirfur annarra flugna. Þar klekjast eggin og afkvæmi sníkjuvespanna og nærast á hýsli sínum.

Erling Ólafsson, sérfræðingur á náttúrufræðistofnun Íslands, sagði tegundina ekki algenga hér á landi en þó fengi hann fregnir af nokkrum slíkum kvikindum á ári.

Finnandinn, Hörður Kristján Hjartarson, sagðist hafa rekið augu í fluguna á jörðinni niðri í bæ og ekki beðið boðanna heldur fangað hana í plastglas alls óhræddur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024