Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sniglar í Njarðvíkurskóla
Föstudagur 13. september 2019 kl. 10:25

Sniglar í Njarðvíkurskóla

Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar heimsóttu í vikunni nemendur í 7.-10. bekk í Njarðvíkurskóla og voru með forvarnarfræðslu er varðar léttbifhjól í 1. flokki (vespur) um notkun þeirra, öryggi, umferðareglur, hættur og fleira. Fræðslan var í samstarfi við Sjóvá og Samgöngustofu. Guðrún Ámundadóttir og Vilberg Kjartansson mættu fyrir hönd samtakana.

Í fræðslunni var lögð mikil áhersla á að nota viðurkennda bifhjólahjálma og þar til gerðan búnað, fara eftir umferðareglunum, hvernig haga sér á göngustígum í kringum gangandi vegfarendur og reiðhjólafólk og gæta fylgsta öryggis. Eins var lögð áhersla á vera sjálfum sér og öðrum til fyrirmyndar í umferðinni, segir á heimasíðu skólans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024