Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Smyrill elti Starra inn í bílskúr og var handsamaður
Mánudagur 27. mars 2006 kl. 10:40

Smyrill elti Starra inn í bílskúr og var handsamaður

Þessi fallegi Smyrill fékk frelsið að nýju eftir að hafa verið fangaður í bílskúr við Staðarvör 13 í Grindavík. Hann flaug inn í bílskúrinn á eftir Starra, þar sem hann fangaði hann og át með bestu lyst.

Að málsverði loknum fann hann ekki leiðina út að nýju og þurfti því aðstoð. Eftir gott atlæti og hvíld fékk hann frelsið á ný og flaug niður að Vatnstæði við Grindavík og tyllti sér á staur. Smyrill er eini ránfuglinn sem verpir á Reykjanesi en heimildir eru um Arnarvarp og Fálkavarp frá fyrri tíð, segir á vef Grindavíkurbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024