Smjörþefur af smiðjum sem verða í boði í Myndlistaskóla Reykjaness
Myndlistarmars Myndlistaskóla Reykjaness var haldinn í samstarfi við Listaskóla Fjörheima. Námskeiðin voru haldin í mars eins og nafnið gefur til kynna við góðar undirtektir fyrir öll skólastigin í samstarfi við Fjörheima.
Námskeiðin voru öll ókeypis og eins konar smjörþefur af smiðjum sem munu vera í boði í Myndlistaskóla Reykjaness en stefnan er að vera komin með húsnæði fyrir skólann í haust.
Fyrsta námskeiðið var fyrir nemendur 1.–4. bekk, Teikning, tjáning og tilraunir. Næsta námskeið 22. mars var fyrir 5.–7. bekk, Málaramars og marmari. Síðasta námskeiðið var svo haldið í lok mars fyrir 8.–10. bekk, Grafíkgrúsk og gjörningar.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Myndlistarmars. (Sjá myndasafn hér að neðan).