Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Smjörþefur af smiðjum sem verða í boði í Myndlistaskóla Reykjaness
Laugardagur 16. apríl 2022 kl. 09:28

Smjörþefur af smiðjum sem verða í boði í Myndlistaskóla Reykjaness

Myndlistarmars Myndlistaskóla Reykjaness var haldinn í samstarfi við Listaskóla Fjörheima. Námskeiðin voru haldin í mars eins og nafnið gefur til kynna við góðar undirtektir fyrir öll skólastigin í samstarfi við Fjörheima.

Námskeiðin voru öll ókeypis og eins konar smjörþefur af smiðjum sem munu vera í boði í Myndlistaskóla Reykjaness en stefnan er að vera komin með húsnæði fyrir skólann í haust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrsta námskeiðið var fyrir nemendur 1.–4. bekk, Teikning, tjáning og tilraunir. Næsta námskeið 22. mars var fyrir 5.–7. bekk, Málaramars og marmari. Síðasta námskeiðið var svo haldið í lok mars fyrir 8.–10. bekk, Grafíkgrúsk og gjörningar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Myndlistarmars. (Sjá myndasafn hér að neðan).

Smjörþefur af smiðjum