Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Smithsonian safnið í Víkingaheimum
Föstudagur 21. júlí 2006 kl. 16:17

Smithsonian safnið í Víkingaheimum

Í gær var undirritaður samningur milli Rekjanesbæjar og Smithsonian safnsins í Bandaríkjunum um smíð á víkingasafni sem mun hýsa víkingaskipið Íslending. Elisabeth Ward-Hightower er hér á landi á vegum safnsins að fara yfir muni sem safninu hafa verið gefnir eða hafa verið útbúnir fyrir safnið. Hún undirritaði samninginn ásamt þeim Steinþóri Jónssyni framkvæmdastjóra Víkingaheima og Árna Sigfússyni bæjarstjóra.

Steinþór segir að það helsta sem er að frétta af Víkingaheimum er að nú er unnið að landmótun og horft á hvernig er best að skipuleggja svæðið. Verið er að malbika Víkingabrautina, sem liggur að svæðinu og græða upp landið í kring. Einnig er verið að vinna við Íslending og undirbúa fleiri báta sem verða til sýnis á  svæðinu. Umhverfið kingum Víkingaheima hefur verið að taka miklum breytingum undanfarið, ný hverfi að rísa og mikil endurskipulagning.  Ljóst er að Víkingaheimarnir munu setja mikinn svip á þennan bæjarhluta.

Viðræður eru hafnar við arkítekt og verkfræðinga um byggingu víkingasafnsins. Vonandi takast samningar á næstu vikum þannig að hönnunarvinnan geti hafist. Verkið verður boðið út fyrir áramót og það verður væntanlega vorið 2008 sem safnið opnar. Áður en það verður mun fólki gefast kostur á að nýta þá hluta svæðisins sem tilbúnir eru á hverjum tíma. Næsta sumar ætti að vera komin ágæt mynd á svæðið.

Ríkissjóður hefur gefið 120 milljónir til styrktar verkefnisins og fyrir stuttu síðan var skrifað undir samstarfssaminga við Flugleiðir, Kynnisferðir, Bláa Lónið og Flugstöð Lefis Eiríkssonar um að styðja verkefnið. Sjá frétt um það á vf.is.

 

VF-Mynd: Magnús. Elisabeth, Steinþór og Árni undirrita samninginn þar sem Víkingasafnið mun rísa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024