Smíðaði sterkari sleða - í snjóleysinu
James N. Robertson lét ekki staðar numið eftir að hafa gefið Heiðarholti í Garði frábæran sleða milli jóla og nýárs. Hann vildi bæta um betur, gera sleða fyrir stærri einstaklinga sem væri á allan hátt sterkbyggðari og betri. Hann merkti nýja sleðann Heiðarholti og kom með hann og færði heimilinu hann á dögunum.
James þótti miður að geta ekki fært þeim á Heiðarholti snjó líka, líkt og síðast. Heimilisfólkið á Heiðarholti bíður nú glatt eftir vetri og þakkar James hjartanlega fyrir frábærar gjafir.
James heldur úti facebook-síðunni „Ýmis smíði úr tré“ og sýnir þar vörur sínar.