Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Smíða einn sumarbústað á ári
Laugardagur 24. september 2016 kl. 06:30

Smíða einn sumarbústað á ári

Fyrir utan Fjölbrautaskóla Suðurnesja standa tveir sumarbústaðir, annar í byggingu og hinn tilbúinn. Bústaðina smíðuðu nemendur í húsasmíði og bíður sá tilbúni þess að verða sóttur af eiganda sínum. Bústaðina smíða nemendur á þriðju önn í húsasmíði. Að sögn Gunnars Valdimarssonar, fagstjóra í tréiðnum, hafa nemendur byggt eins bústaði árlega frá árinu 2004. „Við erum haustönnina að reisa húsið og fram undir jólapróf erum við að ljúka við smíði utandyra og langt komnir inni. Á vorönninni fara þeir út að smíða til að rýmka til í tækjasalnum þegar margir eru þar inni að vinna þannig að við reynum að haga þessu þannig að vinnan sé sem lengst komin á vorin þegar við förum í sumarfrí.“

Ríkiskaup sjá svo um að auglýsa húsin og selja þau hæstbjóðanda. „Hingað til hef ég ekki heyrt neinar óánægjuraddir frá þeim sem hafa keypt af okkur,“ segir Gunnar að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðtalið er hluti af umfjöllun um 40 ára afmæli FS í síðustu Víkurfréttum


Nemendur í áfanganum Timburhús og útveggjaklæðningar smíða sumarbústaðina sem seldir eru hæstbjóðanda.