Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Smellur frá Sandgerði
Finnbjörn og Fríða eru Trilogia. Mynd/Þorsteinn Surmeli.
Mánudagur 18. júlí 2016 kl. 15:00

Smellur frá Sandgerði

Trilogia með nýtt lag og myndband

Dúóið Trilogia frá Sandgerði hefur sent frá sér nýtt lag, sem kallast Dreams, en glæsilegt myndband fylgir útgáfunni. Það eru þau Fríða Dís Guðmundsdóttir og Finnbjörn Benónýsson sem skipa hljómsveitina en þau hafa verið að gera tónlist saman frá unglingsaldri. Fríða er flestum kunn úr hljómsveitinni Klassart, en þau Finnbjörn voru einnig saman í hljómsveitinni Tabula rasa á árum áður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Annað lag eru væntanleg fljótlega en þau Fríða og Finnbjörn eru búin að vera í hljóðveri síðustu vikur. Þau munu spila á Gærunni á Sauðárkróki í ágúst og líklega eitthvað í kringum Ljósanótt og Sandgerðisdaga.

Tónlist sveitarinnar er rafskotið popp en lagið Dreams er önnur smáskífa þeirra. Keflvíkingurinn Þorsteinn Surmeli sá um að gera myndbandið við lagið sem sjá má hér að ofan.